Skothelda fuglabúrið að Veiðilæk

Stærsta fuglabúr í heimi?

Áður en einhver drífur sig upp að Norðurá til að frelsa fangann úr prísundinni verð ég að benda á að  risarúðurnar eru víst úr skotheldu gleri. Ég kynnti mér hver bæri ábyrgð á þessu milljónabruðli og komst að því að það er hinn snjalli auramaður Sigurður Einarsson, fyrrverandi stjórnarformaður Kaupþings. Eða öllu heldur hlutafélagið Veiðilækur, sem tók góðfúslega að sér að koma þessu í kring fyrir eiganda sinn. Vel og vandlega skipulagt þannig að þegar skíturinn hitti viftuna væri raunverulegur eigandi tryggður í bak og fyrir. Það er skrítið að lesa hvernig allt er í pottinn búið, en það gerði ég t.d. hér: http://eyjan.is/blog/2009/04/02/sigurdur-einarsson-skuldar-vis-200-milljona-krona-lan-gegn-vedi-i-halfbyggdu-sveitasetri/, hérna: http://www.visir.is/article/20081015/LIFID01/852707590 og hérna: http://www.dv.is/brennidepill/2008/10/23/brjalud-bygging-bankamanns/. Þetta eru ekkert nýjar fréttir.

Það er kaldranalega táknrænt að sjá maríuerluna læsta inn í þessarri gígantísku 840 fermetra líkkistu. Bara einn af minnisvörðunum um græðgisbrölt íslenskra "athafnamanna" Ég er ekki nógu gírugur til að fatta út frá allri lesningunni hvort þetta gímald með fimm baðherbergjum, stórri borðstofu, 50 fermetra vínkjallara, tvöföldum bílskúr og tveimur gufuböðum sem eru byggð inn í bergið undir setrinu kostar hálfan eða kvart milljarð en spyr. Hver á þetta núna?


« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband