Loksins... Eitt - eitt fyrir Vesturbænum. Týrólasöngvari, eat my shorts!

Ég gerði mína daglegu fuglasöngskönnun um sexleytið í morgun og viti menn... Sat ekki nema lítið sætt smáfuglapar á aspargrein og sá stutti alveg á BLÍSTRINU! Ég þarf endilega að komast að því hvaða smáfuglategund getur framleitt svona hljóð. Söngmeistarinn í Vogunum má algjörlega fara að herða sig.

SambasnillingurinnÞessi nýaðkomni snillingur ískraði, sífraði, tísti, skrafaði, skrækti, klikkaði, smellti, gaggaði og tikkaði af þvílíkri list að öllum áhyggjum var af mér létt. Hann hefur alveg greinilega eytt vetrinum í myrkviðum Amazon meðal páfagauka, piparfugla og perluhænsna. Á leið sinni í Vesturbæinn hefur hann auðheyranlega millilent í djassbúllum í Chicago til að pikka upp nýjustu taktana og percussiontæknina sem hann blandaði á ólýsanlegan hátt við samba, salsa og frumskógardrumbur. Þvílíkur virtúósi!

Einmanalegur sílamáfur hnitaði hátt yfir görðunum en í þetta skiptið sló hann hvorki beyg í smáfuglahjörtu né söngelskra fuglaskoðara. Suðræni sambasnillingurinn missti sko ekki taktinn og feilnótur voru ekki heldur á takteinum.

Læf is gúdd in Westtown.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Tiger

 Í mínum augum eru þetta ---> hinir einu sönnu fuglar.  Heyrist ekkert annað en ljúflegt "snark" frá þeim - og ilmurinn af þeim finnst langar leiðir, *slurp*... *saklaust bros*.

Tiger, 9.5.2008 kl. 03:21

2 Smámynd: Tófulöpp

Tiger... Ég þarf að bjóða þér í grill þegar fuglalífið er í hámarki... Við getum vel eldað kjúkling fyrst það er uppáhaldið... Svo skulum við bara sitja að sumbli og skrafa þangað til fuglarnir hefja upp raustir sínar,  sona um fimm leytið.

Þér veitir greinilega ekki af svona smá... "nature appreciation" tímum.

Tófulöpp, 9.5.2008 kl. 10:08

3 Smámynd: Tiger

  á þig sko - bara fyrir hugulsemina sko! Skál og syngja - snjótittlinga .. skemmta sér og drekka vín, og nottla borða eins og svín. Góða helgi táslan mín..

Tiger, 9.5.2008 kl. 14:53

4 Smámynd: Þorsteinn Valur Baldvinsson

Þetta hefur líklega verið Starri, þeir eru ótrúlega góðir djassistar, er bara með gargandi Gæsir, þresti, Jaðraka, Hrafna, Rjúpur, Stelki, Lóur og fleira og fleira, hér alla daga.

Venst samt alltaf, maður veit líka hvort það er rándýr á ferð um svæðið, því það sést á hegðun og heyrist á hljóðum fuglanna, sérð þetta líklega ekki í Vesturbænum en hér á Héraði er þetta greinilegt.

Skemmtilegir fuglar Starrinn, frábær eftirherma.

Það er tófa hér á vappi öðru hvoru, eitthvað skyldar kannski, móbrún Tófan

Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 16:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband