30.3.2008 | 21:50
Má taka myndir af fólki í bænum og birta á vefnum?
Mér finnst gaman að taka myndir "úr launsátri." Þ.e.a.s. að mynda fólk og mannlíf á förnum vegi án þess að biðja viðfangsefnin um leyfi. Sko það býr ekkert annað að baki en bara það að svoleiðis myndir finnst mér skemmtilegastar. Ég meina, legsteinar, járnkallar og grindverk eru fínt myndefni en lifandi fólk er samt eitthvað svo... meira lifandi!
En oft velti ég fyrir mér... Ég gæti verið að gera saklausu fólki ægilegan grikk með myndbirtingunni. Hvað ef þessir kaffihúsagestir eiga að vera í vinnunni? Eða bara eru í góðum fíling að gera eitthvað sem enginn má vita með einhverjum sem ekki má hitta? Ég skaut þau á ská yfir hornið á Austurvelli þar sem ég sötraði einn ískaldan með sultardropa í nefinu. Hefði ég átt að rölta yfir og biðja um leyfi? Á ég að "blura" andlitin? Eða bara að halda mig við myndastyttur og girðingar?
Athugasemdir
... þú mátt alltaf taka mynd af mér, hvar sem þú sérð mig... ég geri aldrei neitt sem ekki þolir dagsljósið...
Brattur, 31.3.2008 kl. 19:37
*KLIKK* flottur Brattur!
Tófulöpp, 1.4.2008 kl. 10:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.