Bloggfćrslur mánađarins, maí 2009
17.5.2009 | 23:07
Getur eftirlíkingin tekiđ fyrirmyndinni fram?
Eins og svo oft áđur var ég á vesturbćjarvappi eftir háttatíma í nótt, og lenti á spjalli viđ einn af mínum bestu nágrönnum. Sem betur fer var ţetta spjall alveg einhliđa ţví spjallfélaga mínum var mikiđ niđri fyrir. Ég smókađi sem sagt og hann söng eins og hann ćtti lífiđ ađ leysa. Starrasöngur er oftar en ekki eins konar einvígi. Einn tekur syrpu, annar í nćsta garđi svarar eftir bestu getu, og svona getur ţetta gengiđ tímunum saman á međan ég og ađrir hverfiskettir hlusta í andakt, viđ eigum ekki breik í ţessar samrćđur. Nćsti nágranni minn velur sér oft hćsta sćtiđ í sjónvarpsloftneti hinum megin viđ götuna og ţenur sitt svarta brjóst eins og honum einum er lagiđ.
Ţetta skipti hlýtur hann ađ hafa veriđ verulega ánćgđur međ tilveruna, ţvílíkir voru tilburđirnir. Ég missti samt fyrst kjálkann ţegar hann gerđi "dirrindí" eins og sönn heiđlóa og ţegar hann bćtti svo viđ kröftugu "KRÍÍÍJA" eins og ekkert vćri sjálfsagđara fór ég alvarlega ađ velta ţví fyrir mér hvort ţađ vćri veriđ ađ gera grín ađ mér. Já, ég spáđi virkilega í ţađ hvort ţađ vćri til meiri fuglasöngsnörd en ég, og hann vćri búinn ađ splćsa saman upptöku af helstu söngstjörnum íslenskrar náttúru.
Ég tók mig á, ýtti paranojunni til hliđar og hélt áfram ađ njóta í andakt og nágranni minn verđlaunađi mig međ besta starrakonsert hingađ til, ţar sem bćttist viđ máfagarg og söngstíll alls konar fugla sem ég hef aldrei heyrt.
En hvernig er ţađ... Allir elska lóuna, og margir kunna ađ meta kríuna međ sína krefjandi raust... brabra er alltaf heimilislegt, álftirnar kvaka og krummi krunkar úti... En ćtli starrar hafi enga eigin söngva???
En mér er sama, ég sći lóu, kríu, endur, álftir og hvađ ţá krumma REYNA ađ ná starranum í söngsnilld - HANN RÚLAR!
Ţađ er ómögulegt ađ ná góđri mynd af starranum í loftnetinu svo ég lćt hér fylgja mynd af brjóstgóđri skvísu sem blikkađi mig í bćnum um helgina (ć ţínk ć lofjú)
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:37 | Slóđ | Facebook | Athugasemdir (0)