17.4.2008 | 00:19
Kranarnir tróna skakkir og skældir
Þegar ég var að "framkalla" þessa mynd sem ég tók niðri á höfn í vikunni rifjaðist upp fyrir mér ljóð sem ég heyrði eða sá eigi fyrir svo alllöngu, og fannst svolítið svalt. Núna hittir það ennþá betur í mark hjá mér! Svo vel að ég fann ljóðið snöggvast á netinu og birti hérna nokkar línur án leyfis höfundar.
Þessi borg er ölvuð
turnar hennar tróna skakkir og skældir
byggingar úr mistriskip sigla fullum seglum um strætin
áðan spurði mig einhver til vegar
ég svaraði því játandien að enginn þeirra lægi lengur til áfangastaðar
Ljóðið heitir "Ölvaða borg" og höfundurinn Hermann Stefánsson. Ég fílaða! Hérna getið þið fundið ljóðið allt ef þið gerið það líka. Hin ölvaða, skakka og skælda borg Hermanns var pottþétt byggð með beygluðum krönum eins og þessum. Nóg af vegum, en allir án áfangastaðar... Hafið þið aldrei upplifað þetta?
Minniði mig svo á að segja ykkur frá síðasta reiðtúr! Óþekktarklárinn kom sko EKKI á óvart!
Athugasemdir
Spes mynd þarna hjá þér, bara sniðug. Og ljóðið er töff for sure!
Tiger, 17.4.2008 kl. 02:01
Hvað ertu að gera á fótum svona seint ! Og takk
Tófulöpp, 17.4.2008 kl. 02:16
Bara að minna þig á að segja frá síðasta reiðtúr.
Anna Einarsdóttir, 17.4.2008 kl. 21:05
Góð mynd
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 18.4.2008 kl. 15:30
góð mynd og ljóð...
Brattur, 18.4.2008 kl. 20:24
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.