9.5.2008 | 18:38
Jarpa sófasettið var eins töfrateppi, og ekkert múður þetta sinn!
Hún virkar kannski svolítið luraleg á þessarri mynd en saman þóttum við glæsileg tilsýndar þar sem við töltum umhverfis Rauðavatnið í draumaveðri í gærkvöldi. Við vorum þrír félagarnir, allir velríðandi, allir jörpu og auðvitað langflottastir.
Bara svo það sé á hreinu, þetta er semsé þrjóska hryssan sem stympaðist sem mest, og henti annarri jarpri af baki sér fyrir sosum viku. Í gær var hún eins og hugur minn og það er fátt skemmtilegra en að ríða út þegar reiðskjótinn bregst vel við öllum fyrirmælum, en sýnir þó stöðuga löngun til að láta gamminn geysa. Í hvert skipti sem meðreiðarsveinar mínir nálguðust fann ég hvernig hún gaf í, og ef töltið dugði ekki til (hún er frekar smágerð) vildi hún fara á stökk... en bara ef ég leyfði það.
Meginflokkur: Bloggar | Aukaflokkar: Íþróttir, Lífstíll, Spaugilegt | Facebook
Athugasemdir
Gott að þið hafið náð saman
Þorsteinn Valur Baldvinsson, 9.5.2008 kl. 18:40
Well now .. ég á svo sem engan hest - en ég er samt hellvitti flottur og vel ríð... eh .. .jám.
Ég fíla það í botn að fara út í náttúruna ríðandi ... eða .. hmmm ... já ég á engan hest samt.. ehm...
Heyrðu, ég get ekki sett mig inn í þessa umræðu án þess að sýnast einum of dónó sko... svo ég dreg mig í hlé og þakka fyrir mig í bili.
Tiger, 10.5.2008 kl. 22:24
Þú ert algjör asnakjálki, og líka náttúrulega flottur, velríðandi og allt hitt. Setjum bara á þig reiðtygin... Ég meina beislum orkuna... ööö Jám! Ekki orð um það meir.
Tófulöpp, 13.5.2008 kl. 09:13
Get a room!
Rúnarsdóttir, 13.5.2008 kl. 09:23
Get yourself another KEYHOLE!
Tófulöpp, 13.5.2008 kl. 19:11
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.